Vonarglæta með haustinu haldist gengið stöðugt

„Mér sýnist verðið munu haldast óbreytt út ágúst og fram í septemberbyrjun, en síðan er vonarglæta að það geti lækkað upp úr miðjum september og fram í október. Þannig að það eru ljósir punktar framundan,“ segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1, aðspurður um líklega verðþróun á bensíni og díselolíu á næstunni.

Magnús segir heimsmarkaðsverð á hráolíu hafa hækkað að undanförnu, sem skýrist m.a. af aukinni bjartsýni vestanhafs sem leitt hafi til þess að spákaupmenn hafi í auknu mæli fjárfest í hráolíu. Segir hann þá litlu styrkingu sem orðið hafi á krónunni að undanförnu ekki getað vegið upp á móti hækkandi heimsmarkaðsverði. Spurður hvort hægt sé að spá í þróun eldsneytisverðs hérlendis á næstunni segir Magnús það algjörlega haldast í hendur við þróun gengismála hérlendis og því erfitt að spá fyrir um framhaldið.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »