Lán frá Pólverjum fylgi sama mynstri og Norðurlandalánin

Gera má ráð fyrir að efnislega ljúki samningaviðræðum við Pólverja um 200 milljóna dala lánveitingu til Íslendinga á næstu vikum. Formlega má ætla að samningum verði lokið í september. Þetta segir Jón Sigurðsson, formaður samninganefndar íslenska ríkisins, um gjaldeyrislán. Pólskir samningamenn koma hingað til lands í kringum 20. ágúst.

Eins og fram hefur komið verða Norðurlandalánin greidd út í tengslum við endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í fjórum áföngum, í beinum tengslum við greiðslur sjóðsins. Jón segir pólska lánið fylgja svipuðu mynstri, reyndar með öðrum gengis- og gjaldeyrisákvæðunum, en það verður líklega greitt í þremur áföngum því það kemur seinna, „og þá verður vonandi búið að borga fyrsta skammtinn af Norðurlandalánunum auk næsta skammts af láni AGS,“ segir Jón.

Hvergi í samningstextum fyrrgreindra lána eru ákvæði um Icesave heldur eingöngu um áætlun Íslands með AGS enda eru lánin hugsuð til að styðja við hana, sér í lagi til að efla gjaldeyrisvaraforða landsins. Með tvíhliða lánum verður einnig minni þörf fyrir fé sjóðsins sjálfs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert