Þráinn segir sig úr þingflokki

Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þráinn Bertelsson
Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þráinn Bertelsson mbl.is/Heddi

Þráinn Bertelsson þingmaður Borgarahreyfingarinnar hefur ákveðið að segja sig úr þingflokki hreyfingarinnar. Hann segir bréf frá samþingmanni, Margréti Tryggvadóttur, tilraun til mannorðsmorðs. Þráinn mun tilkynna þetta á Alþingi eftir helgi.

Á vef Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Borgarahreyfingarinnar er birt brét sem Þráinn hefur sent henni þar sem hann segist hafa gert stjórn Borgarahreyfingarinnar grein fyrir því að annaðhvort segi hann sig úr Borgarahreyfingunni eða stjórnin reki Margréti úr Borgarahreyfingunni og geri kröfu um að  hún segi af þér þingmennsku.

„ Ennfremur áskil ég mér allan rétt til að lögsækja þig fyrir róginn fyrir dómstólum ef mér og lögmönnum mínum þykir ástæða til þess, og grípa til allra aðgerða sem ég tel nauðsynlegar til að vernda orðspor mitt og mannorð fyrir hinum “góðviljaða” rógburði þínum," að því er segir í bréfi Þráins til Margrétar.

Tölvupóstur frá samþingmanni hans Margréti Tryggvadóttur þar sem ýjað er að því að Þráinn sé með Alzheimar á byrjunarstigi virðist hafa hleypt öllu í bál og brand innan flokksins. Í tölvupóstinum segir m.a.;

„Ég hef miklar áhyggjur af Þráni og þar sem þú þekkir hann vel og þekkir e.t.v. betur inn á fjölskyldu hans eða forsögu en mig langar að bera þetta upp við þig. Kannski er það ímyndun að þú sért betur inn í hans málum en við en - það má alla vega reyna. Við höfðum áhyggjur af því snemma í sumar að hann væri að síga í eitthvert þunglyndi en svo virtist það brá af honum. Ég ræddi við sálfræðimenntaðan mann í dag sem er vel inni í málum hreyfingarinnar og hann grunar að Þráinn sé með altzheimer á byrjunarstigi. Hann tók það skýrt fram að þetta væri einungis kenning og auðvitað hefur hann ekki rannsakað Þráinn. Ég hafði ekki leitt hugann að slíku þótt mér fyndist þetta skýra margt.“

Vefur Margrétar Tryggvadóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert