Telur fleiri fara að dæmi Íslands

Icesave
Icesave

Bandaríski hagfræðingurinn Michael Hudson spáir því í grein í Financial Times að fleiri ríki fari að dæmi Íslendinga og takmarki endurgreiðslur ríkisskulda í samræmi við greiðslugetu þeirra.

„Takmarkanir Íslendinga á endurgreiðslum skulda munu breiðast út,“ er fyrirsögn greinar Michaels Hudsons, sem er prófessor í hagfræði við Missouri-háskóla. Hann segir að með því að taka þessa afstöðu sé líklegt að Íslendingar stuðli að því að „pendúllinn sveiflist frá þeirri hugmyndafræði að endurgreiðslur skulda séu heilagar“.

Hudson segir að hann viti ekki til þess að sett hafi verið slík efnahagsleg skilyrði fyrir endurgreiðslum skulda frá þriðja áratug aldarinnar sem leið og hann skírskotar til stríðsskaðabóta Þjóðverja eftir heimsstyrjöldina fyrri.

Hudson segir að þróunarlönd hafi verið knúin til erfiðra aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum til að endurgreiða skuldir frá áttunda áratugnum til síðasta áratugar. Evrópuþjóðir séu hins vegar tregar til að fallast á slíkar aðgerðir.

Hudson segir að það séu takmörk fyrir því hversu miklar skuldir þjóðir geti greitt. „Eins og staðan er núna eru fjölskyldur að missa húsnæði sitt og landflótti eykst. Þetta er ekki það sem kapítalisminn lofaði.“

Michael Hudson
Michael Hudson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert