Full samstaða um Icesave í VG

Bæði Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasyni, þingmönnum Vinstri grænna, hugnast frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samningsins eins og það var afgreitt úr fjárlaganefnd í fyrrinótt. Lítur þar með út fyrir að allir þingmenn flokksins muni samþykkja frumvarpið á Alþingi.

„Ég hef hug á að samþykkja [ábyrgðina] en ég vil halda því opnu hvernig við bregðumst við viðbrögðum Breta og Hollendinga,“ segir Ljlja Mósesdóttir. Kveðst hún geta séð fyrir sér að verði viðbrögð þeirra mjög hörð yrði reynt til þrautar að fá stuðning Framsóknarmanna við frumvarpið „til þess að styrkja samningsstöðu Íslands.“

Lilja segist munu taka afstöðu til breytingartillagna komi þær fram í umræðu á þinginu.

„Ég er mjög sáttur við að þessi samstaða skuli hafa nást, við lögðum mikla áherslu á það,“ segir Atli og telur frumvarpið í núverandi mynd vera illskársta kostinn í stöðunni. Hann reiknar fastlega með að greiða atkvæði með frumvarpinu þegar það verður tekið fyrir.

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður, sögðust í gær styðja frumvarpið í núverandi mynd. Þau voru bæði lítt hrifin af frumvarpinu í upprunalegri mynd. Sama var að segja um Ásmund Einar Daðason en hann samþykkti afgreiðslu breytts frumvarps úr fjárlaganefnd.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson. Ómar Óskarsson
Lilja Mósesdóttir
Lilja Mósesdóttir mbl.is
Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason Bragi Þór Jósefsson
Atli Gíslason
Atli Gíslason mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert