Þráinn úr þingflokknum

Lesið var upp bréf frá Þráni Bertelssyni, alþingismanni, í upphafi þingfundar á Alþingi í dag, þar sem hann lýsir því yfir að hann sé genginn úr þingflokki Borgarahreyfingarinnar og hafi slitið öllu samstarfi við það fólk, sem telji orðheldni til marks um alvarlega heilabilun.

Vísar Þráinn þar til tölvubréfs, sem Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, sendi nýlega til stjórnar flokksins þar sem hún ýjaði að því að Þráinn kunni að vera með Alzheimer sjúkdóminn á byrjunarstigi.

Margrét tók til máls eftir að bréf Þráins hafði verið lesið upp og bað hann afsökunar á bréfinu. Sagði hún að um væri að ræða mannleg mistök og ætlunin hefði ekki verið að skaða mannorð þingmannsins eða veitast að persónu hans. 

Fram kom í bréfi Þráins, að hann ætlar að starfa áfram sem óháður þingmaður. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert