Ræddi við Fogh um hryðjuverkalög

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tekur á móti Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra ...
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tekur á móti Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO, við Ráðherrabústaðinn í dag. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist hafa tekið það sérstaklega upp við Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO, á fundi í dag, að Bretar hafi beitt sér afar sérkennilega gegn bandalagsþjóð í NATO að beita hryðjuverkalögum til að frysta íslenskar eignir í Bretlandi.

Fram kom hjá Jóhönnu, að Fogh Rasmussen hefði rætt við Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, um Icesave-málið. 

Jóhanna sagði á Alþingi nú síðdegis, að ekki væri hægt að afsaka það að Bretar skyldu hafa beitt hryðjuverkalögunum með þeim hætti sem þeir gerðu. Sagði hún að íslensk stjórnvöld hefðu ítrekað mótmæt þessu og sjálf sagðist hún hafa tekið málið upp við Gordon Brown í kjölfar þess að bresk þingnefnd gagnrýndi þarlend stjórnvöld.

„Ég hef ekki fengið skýringu Gordons Browns á því sem ég tel fullnægjandi," sagði Jóhanna.

Hún sagði alveg ljóst, að það væri hlutverk íslenskra stjórnvalda að taka Icesave-málið upp að nýju við Breta og Hollendinga þegar niðurstaða væri fengin á  Alþingi. „Auðvitað er það hlutverk okkar að framfylgja því sem Alþingi samþykkir í þessu máli vegna þess að þessir samningar voru samþykktir með fyrirvara um samþykkt Alþingis. Stjórnvöld hafa þá skyldu að ganga til þeirra viðræðna af fullri festu og ná því fram sem hér hefur verið samþykkt á Alþingi," sagði Jóhanna. 

Hún sagði, að fyrirvararnir við frumvarpið um ríkisábyrgðina væru þess eðlis, að stjórnvöld ættu að geta útskýrt þá fyrir viðsemjendum sínum og alþjóðasamfélaginu „þannig að á þá verði fallist“. Sagðist hún sannfærð um að viðsemjendurnir muni ekki setja samningana í uppnám, þegar þeir gerðu sér ljóst að um varnagla væri að ræða.

Rætt við fjölmarga forsætisráðherra

Jóhanna sagðist hafa rætt við ýmsa forsætisráðherra, þar á meðal alla forsætisráðherra Norðurlandanna, um stöðu málsins. Hún sagði að þær óformlegu viðræður, sem átt hefðu sér stað milli íslenskra, breskra og hollenskra embættismanna að undanförnu, gæfu ekki tilefni til að halda að það þurfi að hafa miklar áhyggjur af því að taka þurfi samningana upp að nýju. 

Hún sagði, að Íslendinga biði mikið verkefni að kynna málstað Íslands á alþjóðavettvangi.  Hún sagði, að þegar hefðu verið lögð drög að því hvernig standa eigi að slíkri kynningu en afar margt í efnahagslegri úrlausn héngi á niðurstöðunni í Icesave-málinu. Nefndi hún lánasamningana við Norðurlöndin, og endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslensku efnahagsáætluninni.

„Ég býst við að það hafi einhvað að segja um lánshæfismat þjóðarinnar hver verður niðurstaðan í þessu máli. Jafnvel hefur það einnig áhrif á stýrivextina. Það hefur áhrif á það hvort erlendir aðilar hafi áhuga á að koma sem eignaraðilar að innlendum bönkum," sagði Jóhanna.

Rannsóknarefni hvers vegna Icesave var leyft í Hollandi

Jóhanna sagði í ræðu sinni að það væri sérstakt rannsóknarefni hversvegna Landsbankanum var leyft að hefja innlánssöfnun á eigin ábyrgð í Hollandi í maí 2008 á sama tíma og reynt var með öllum ráðum að fá bankann til þess að koma innstæðum í Bretlandi í breskt dótturfélag.

Hún sagði að útrásarvíkingarnir hefðu farið fram af offorsi og of miklum glannaskap.

„Þeir sem voru í forsvari fyrir útrásinni blésu á skömmum tíma út efnahag bankanna þannig að efnahagur þeirra samsvaraði tíu til tólffaldri landsframleiðslu og þeir horfðust greinilega ekki í augu við þá staðreynd að ódýrt lánsfé var ekki lengur aðgengilegt á alþjóðlegum lánamörkuðum frá og með árinu 2006 og gengu fram á árinu 2007 og 2008 með æ meira óhófi og ágirnd. Og í stað þess að minnka umsvif sín og sníða fjárfestingabönkum sínum stakk eftir vexti á erlendum vettvangi, hófu þeir að safna innlánum með loforðum um háa vexti á netreikninga í Evrópu. Þar með hjuggu þeir nærri þjóðarhagsmunum Íslands og annarra landa um leið og Landsbankinn skirrtist við að koma innlánssöfnum sínum í Bretlandi og Hollandi í erlenda tryggingavernd. Í raun gerði bankinn þannig út á íslenska ríkisábyrgð með íslensku þjóðskrána að veði,“ sagði forsætisráðherra.

Hún sagði einnig að seðlabankar og fjármálaeftirlit í Bretlandi og Hollandi gætu ekki skotið sér undan allri ábyrgð á því sem varð íslenska bankakerfinu að falli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þá vil ég heldur borga!“

10:43 Þegar Bruno Bisig kom fyrst til Íslands 1991 ferðaðist hann einn um landið á hjóli og fékk að njóta einveru á hálendinu. Í dag er hann forstjóri Kontiki reisen og kemur með ferðamenn til landsins. Hann segir áskorun fyrir Íslendinga að viðhalda náttúrudýrðinni við núverandi vinsældir. Meira »

Vilja geta takmarkað umferð

10:02 Ég fagna þessari umræðu sem loksins er farin af stað. Fólk gerir sér grein fyrir því að hreina loftið og hreina vatnið er ekki sjálfgefið. Staðan er ekki eins góð og við kannski héldum. Meira »

Kynjahlutföll ólögleg í ellefu tilvikum

09:30 Kynjahlutföll aðal- og varamanna í nefndum, ráðum og stjórnum Reykjavíkurborgar eru í ellefu tilvikum ekki í samræmi við 15. grein jafnréttislaga, þar sem segir að hlutfall annars kyns megi ekki vera minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Meira »

Gul viðvörun á morgun

09:03 Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á morgun á Suðurlandi og Suðvesturlandi. Gert er ráð fyrir staðbundnu óveðri með austan 23-28 m/s meðalvindi undir Eyjafjöllum, sunnan Mýrdalsjökuls og að Öræfum. Veðurfræðingur segir ekkert ferðaveður á þessu svæði á morgun. Meira »

Óvissa hjá starfsmönnum Spalar

08:55 Starfsmenn Spalar hafa staðið í bréfaskriftum við samgönguráðuneytið og óskað eftir svörum um hvað taki við þegar Spölur afhendir ríkinu Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar síðsumars 2018. Meira »

Auglýsa eftir nýjum skólameistara

08:38 Stjórn Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, hefur auglýst eftir nýjum skólameistara, en núverandi skólameistari er Jón B. Stefánsson. Er umsóknarfrestur til 9. febrúar. Meira »

Tvær líkamsárásir í nótt

07:45 Tvær aðskildar líkamsárásir áttu sér stað í miðborginni í nótt, en tveir eru í haldi vegna málanna. Í báðum tilfellum þurftu brotaþolar að leita sér læknisaðstoðar. Brotaþolarnir hlutu skurði og tannbrot í árásinni, ásamt minni háttar höfuðáverkum. Meira »

Upplýsingaskjáir settir upp á Hlemmi

08:20 Í leigusamningi um Mathöll á Hlemmi er ákveðið svæði innan mathallarinnar sérstaklega tekið frá til þess að Strætó geti komið upp upplýsingaskjám og jafnvel miðasjálfsölum. Meira »

Eru sammála um nauðsyn betri launagagna

07:32 „Allir aðilar á þessum fundi voru sammála um að það væri til mikils tjóns fyrir samtal á vinnumarkaði, í tengslum við kjarasamninga, að ekki væri horft á tölur sem menn treysta eða líta sömu augum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins um tölfræðiupplýsingar á vinnumarkaði. Meira »

Fagnaði 100 ára afmælinu

07:00 Áslaug Helgadóttir, fyrrverandi hárgreiðslukona og húsmóðir, hélt í gær upp á 100 ára afmæli sitt, en Áslaug er talin fyrsta íslenska hárgreiðslukonan sem nær hundrað ára aldri. Meira »

Saga ársins 1918 á Twitter

06:59 Á dögunum birtust Twitter skilaboð frá ungri dömu í Suðursveit, Gyðu Fanneyju Guðjónsdóttur, sem sagðist ætla að fylgja eftir metnaðarfullu og klikkuðu verkefni í vetur. Það að skrásetja ár frosta, fjöldagrafa og fullveldis. @Frostaveturinn2 verður örblogg sem fylgir tímamótaárinu 1918. Meira »

Á leið til Los Angeles í boði K100 og WOW air

06:34 Það voru glaðir hlustendur sem mættu til hátíðlegrar athafnar í Hádegismóum í gær. Þær Aðalheiður G. Hauksdóttir, Eirún Eðvaldsdóttir og Þóra Kjartansdóttir mættu ásamt mökum og börnum í hljóðver K100 til þess að taka við flugmiðum til ævintýraborgarinnar Los Angeles, í boði K100 og WOW air. Meira »

Samkeppni um heimsendingar á matvöru

06:23 Heimsending á matvöru virðist vera orðin raunverulegur valkostur á Íslandi. Tilraunir hafa verið gerðar með slíkt undanfarin misseri en nú stefnir í samkeppni á þessum markaði og það eru góð tíðindi fyrir neytendur. Meira »

Þörf á betri stuðningi við þolendur

06:18 „Mér finnst vera vöntun á betri stuðningi við unga krakka sem lenda í þeim aðstæðum sem ég lenti í,“ segir Embla Kristínardóttir, sem steig fram í viðtali við RÚV í fyrrakvöld og sagði frá því þegar fullorðinn afreksmaður í frjálsum íþróttum nauðgaði henni. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Innviðir að þolmörkum

06:18 Vísbendingar eru um að innviðir Suðurnesja séu komnir að þolmörkum. Það kann að hamla vexti ferðaþjónustunnar á næstu árum.  Meira »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
Travel Lite á Íslandi
Nú er að verða síðasti möguleiki að panta pallhýsi, ef það á að vera tilbúið fyr...
ORNIKA - TREGGING frá YEST
Þær eru komnar aftur, vinsælu ORNIKA treggingsbuxurnar frá YEST Vertu þú sjál...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...