Aðgerðir sem hitta í mark

Kristrún Heimisdóttir
Kristrún Heimisdóttir

Aðgerðir til aðstoðar heimilunum og fyrirtækjunum í landinu, til viðbótar við þær sem nú þegar hefur verið gripið til, verða að hitta í mark, að sögn Kristrúnar Heimisdóttur, lögfræðilegs ráðgjafa félagsmálaráðherra. Hún segir að hugsanlegar frekari aðgerðir verði að skila sér til þeirra sem á þurfi að halda og jafnframt stuðla að því að koma hagkerfinu í gang á ný.

Kristrún er formaður nýrrar nefndar sem falið hefur verið að endurskoða löggjöf er lýtur að úrræðum fyrir heimili og einstaklinga í greiðsluerfiðleikum. Aðrir í nefndinni eru Ása Ólafsdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, og Benedikt Stefánsson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra. Nefndinni er ætlað að skila niðurstöðum sínum fyrir haustþing, eða eigi síðar en í október.

„Mikil vinna er hafin við að greina verkefnið heildstætt,“ segir Kristrún. „Í því sambandi höfum við meðal annars skoðað reynslu annarra þjóða, sem hafa gengið í gegnum fjármálakreppur. Sú reynsla gerir að verkum að við vinnum út frá þeirri forsendu að heildstæðar aðgerðir til að taka á skuldavanda heimila og fyrirtækja séu mikilvægar, og þá jafnt efnahagslegar og félagslegar aðgerðir. Markmiðið er að allir verði áfram með í samfélaginu, og að þessi vinna skili því að skipting byrðanna verði réttlát. Þess vegna er allt undir í vinnu nefndarinnar og allir möguleikar teknir til skoðunar.“

Kristrún segir að hætt sé við að flatar aðgerðir til handa heimilunum eða fyrirtækjunum, sem eigi að ganga eins yfir gjörólík tilvik, eins og tillögur hafi komið fram um, skili ekki árangri til langs tíma litið og erlend reynsla af þeim sé ekki góð. Það þýði hins vegar ekki að nefndin geti ekki lagt til samræmdar og hraðvirkar aðgerðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert