Hringiða við Hálslón

Útilistaverkið Hringiðan eftir Jónínu Guðnadóttur.
Útilistaverkið Hringiðan eftir Jónínu Guðnadóttur. Morgunblaðið/EB

 Við Kárahnjúkastíflu Landsvirkjunar var á fimmtudag vígt útilistaverkið Hringiða. Verkið er eftir listamanninn Jónínu Guðnadóttur. Hún vann samkeppni listamanna um útilistaverk við Kárahnjúka.

Upphaflegar tillögur Jónínu gerðu ráð fyrir verki við hverja af þremur stíflum Kárahnjúkavirkjunar. Á síðari stigum var ákveðið að eitt verk skyldi sett upp við aðalstíflu Hálslóns. Þar stendur verkið á útsýnisstað og er í raun útsýnispallur þar sem sér yfir stóran hluta Hálslóns, til Snæfells, yfir stíflumúrinn og niður í Jökulsárgljúfur.

Af Hringiðu fæst því góð yfirsýn yfir umfang og umhverfi Kárahnjúkavirkjunar og verður vafalaust heitur reitur fyrir ferðamenn á þessum slóðum í framtíðinni.

Alveg eins og listamaðurinn hugsaði sér

Verkið, sem er hringlaga platti eða stétt, er gert úr íslensku grjóti af Kárahnjúkasvæðinu. Annars vegar úr hellugrjóti og hins vegar úr sérsöguðu blágrýti. Á stéttina er ritaður texti úr Völuspá og er letrið smíðað úr áli. Í miðju verksins er hringur, 7,5 metra breiður, sem er breidd aðrennslisganga Fljótsdalsstöðvar. Spírall liggur svo frá ystu brún verksins inn að miðju, sem táknar hringiðuna að aðrennslisgöngunum.

Listamaðurinn Jónína Guðnadóttir var hæstánægð með útkomu verksins. „Verkið er nákvæmlega eins og ég hafði hugsað mér það. Ég er mjög ánægð með útkomuna og ég hefði engu viljað breyta. Ég vil sérstaklega taka fram að öll vinna og samskipti vegna uppsetningar verksins voru afar ánægjuleg og eftirminnileg.“

Það var fyrirtækið Listigarðar ehf. sem sá um uppsetningu verksins eftir að hafa átt lægsta tilboðið í útboði Landsvirkjunar. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar var heildarkostnaður við verkið einhvers staðar á bilinu 20-30 milljónir króna. „Það hefur verið hefð hjá Landsvirkjun að setja upp listaverk við allar virkjanir fyrirtækisins. Hringiða er eitt af þremur listaverkum sem sett eru upp við Kárahnjúka. Tvö önnur listaverk voru vígð á síðasta ári.“

Eitt verk í stað þriggja

Upphaflegar tillögur listakonunnar Jónínu Guðnadóttur gerðu ráð fyrir verki við hverja af þremur stíflum Kárahnjúkavirkjunar. Á síðari stigum var ákveðið að eitt verk skyldi sett upp við aðalstíflu Hálslóns.

Verkið, sem er hringlaga platti eða stétt, er gert úr íslensku grjóti af Kárahnjúkasvæðinu. Í miðju verksins er hringur, 7,5 metra breiður, sem er breidd aðrennslisganga Fljótsdalsstöðvar. Spírall liggur svo frá ystu brún verksins inn að miðju, sem táknar hringiðuna að aðrennslisgöngunum.

Af Hringiðu fæst góð yfirsýn yfir umfang og umhverfi Kárahnjúkavirkjunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert