Íslenskir múslimar hefja föstumánuð

Múslimar í Amman í Jórdaníu í dag.
Múslimar í Amman í Jórdaníu í dag. Reuters

Föstumánuður múslima, ramadan, hefst í dag en þá er fastað frá sólarupprás til sólarlags. Um 1200 múslimar eru á Íslandi og margir þeirra virða föstuna, sem hér á landi er nærri 16 stundir á sólarhring. Sólin kemur upp milli 3 og 4 á morgnana og sest milli klukkan 21 og 22.

Fram kemur á vefnum Icenews, að um 300 múslimar séu bornir og barnfæddir hér á landi en aðrir séu annaðhvort innflytjendur frá múslimaríkjum eða innflytjendur, sem hafa tekið trúna. 

Moska Félags múslima er í Ármúla.

Icenews

mbl.is

Bloggað um fréttina