Moldrok í Reykjavík

Varla sést í Esjuna fyrir moldroki.
Varla sést í Esjuna fyrir moldroki. mbl.is/Kristinn

Mistur sem hvíldi yfir Reykjavík í dag átti sér blandaðar orsakir en er til komið vegna hvassrar norðaustanáttar sem svo snérist upp í sunnanátt. Að sögn Andrésar Arnalds fagmálastjóra hjá Landgræðslunni er um hefðbundinn uppblástur að ræða auk leirfoks en varla sást í Esjuna fyrr í dag.

„Þetta er annarsvegar vegna uppblásturs sem enn herjar á Ísland þrátt fyrir aldarlangt jarðgræðslustarf og hinsvegar berst mikið frá stöðum þar sem leir nær að fjúka, m.a. frá Hagavatni og fleiri svæðum við rætur Langjökuls,“ segir Andrés. Leir fjúki einnig frá Sandvatni við Haukadalsheiði og svo af söndunum meðfram Suðurströndinni nú þegar snúist hefur í sunnanátt.   

Andrés segir að auk þess sem svo mikið svifryk geti verið heilsuspillandi séu mikil verðmæti í húfi þegar svo mikill uppblástur verður þar sem frjósöm gróðurmold fjúki á brott. Nauðsynlegt sé að sinna því betur að finna lausnir vegna uppblásturs þar sem jarðvegurinn sé ein mikilvægasta auðlind jarðarbúa.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert