Sala á hlut í HS Orku rædd á fundi

Boðað hefur verið til fundar í Saltfisksetrinu í Grindavík á morgun klukkan 18 þar sem ræða á um sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku.

Í fréttatilkynningu kemur fram að  samstöðuhópur um að halda HS orku í opinberri eigu vill með fundi sínum heita á ríkisstjórn Íslands að standa vörð um auðlindir landsmanna með langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.

Á fundinum mun Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, skýra hvernig málið horfir við sveitarfélaginu og þeir Guðbrandur Einarsson, fulltrúi Samfylkingar í stjórn HS veitna, og Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG í stjórn OR, fjalla um hvernig áformin líta út frá þeirra sjónarhóli, að því að segir í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert