Hækkun í Öskju en lækkar í Víti

Vatnsyfirborðið í Víti lækkaði um helgina um 10 sentimetra.
Vatnsyfirborðið í Víti lækkaði um helgina um 10 sentimetra. mynd/Hermann Valsson

Miklar breytingar hafa verið á vatnsyfirborði í Öskju og Víti í Dyngjufjöllum undanfarið. Jarðvísindamenn eru nýkomnir úr Öskjuleiðangri og samkvæmt mælingum þeirra er yfirborð Öskjuvatns hálfum metra hærra nú en það var um þetta leyti sumarið 2007. Þetta segir Halldór Ólafsson sem sinnt hefur mælingum á Öskjusvæðinu í áratugi.

Á hinn bóginn hefur lækkað talsvert í Víti. Hermann Valsson leiðsögumaður var þar með hóp sl. fimmtudag og segir að þá hafi allt verið með felldu. Daginn eftir, föstudaginn 21. ágúst, var vatnsyfirborðið 12 til 15 cm lægra.

„Breytingar á vatnsyfirborði í Öskju eru talsverðar frá ári til árs. Þegar mælingar voru fyrst gerðar, árið 1965, var hægt að ganga fjöruna umhverfis vatnið. Nú er það ómögulegt, svo mikið hefur yfirborðið hækkað. Hins vegar kemur þessi lækkun í Víti á óvart,“ segir Halldór. Hann minnir á að mælingar á vatnshæð í Víti sem spanni lengri tímabil liggi ekki fyrir og því sé óvarlegt að draga víðtækar ályktanir af dægursveiflu. Kunnugir segja raunar að hækkunin í Öskju sé til marks um breytingar á grunnvatnsstöðu og eigi sér varla veðurfræðilegar skýringar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »