Herða skilyrði fyrir endurgreiðslu á æðahnútaaðgerðum

Reuters

Skilyrði greiðslna Sjúktrygginga vegna lýtalækninga breytast með reglugerð sem heilbrigðisráðherra hefur sett. Þetta þýðir að skilyrði fyrir niðurgreiðslum ríkisins t.d. vegna æðahnútaaðgerða verða hert og hætt verður að greiða niður kostnað vegna aðgerða við rósroða.

Reglugerðin tekur gildi 1. október 2009 og frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 471/2001 um greiðslur sjúkratrygginga fyrir lýtalækningar og fegrunaraðgerðir. Breytingarnar eru gerðar í sparnaðarskyni.

Markmiðið er að spara 30 milljónir króna á þessu ári, en reglugerðarbreytingin á að spara um 90 milljónir króna reiknuð til heils árs. Árlegur kostnaður vegna lýtalækninga er nú um 400 milljónir króna á ári og af þeirri upphæð greiða Sjúkratryggingar Íslands um 300 milljónir króna, að því er segir á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Reglugerðin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina