Olís hækkar eldsneytisverð

Verð á bensíni hjá Olís er nú tveimur krónum hærra á bensínstöðvum Olís en hjá flestum öðrum olíufyrirtækjum. Samkvæmt vefnum gsmbensin.is kostar lítrinn af bensíni hjá Olís 191,90 krónur en algengt verð er 189,90 krónur. Lítrinn af dísil kostar 184,60 krónur hjá Olís en algengt verð annars staðar er 181,60 krónur.

Sjá nánar á gsmbensin.is

mbl.is