Málin fari á fulla ferð hjá AGS

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, vonar að afgreiðsla á lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins komist á dagskrá hjá sjóðnum á allra næstu vikum. Jákvæðar fréttir af afgreiðslu Alþingis á Icesave-frumvarpinu auki líkur á að málið fari á fulla ferð.

„Það kom á óvart að Sjálfstæðiksflokkurinn skyldi ekki treysta sér til að styðja málið vegna þess að hann hafði verið svo fullgildur þátttakandi í vinnu fjárlaganefndar og þau eiga hrós skilið fyrir það,“ sagði Steingrímur að lokinni atkvæðagreiðslu um Icesave-frumvarpið í morgun. Hann á þó ekki von að það muni hafa nein áhrif á samskiptin við Hollendinga og Breta að ekki greiddu fleiri þingmenn atkvæði með frumvarpinu.

„Þeir vita núttúrlega að í þeim skilningi var breið samstaða og að hinn efnislegi frágangur málsins var samþykktur hér með um 50 atkvæðum. Það er síðan bara um málið í heild þar sem þessar hjásetur komi til. Ég held því að [það muni ekki hafa áhrif].  Þvert á móti þá held ég, og það er kannski fjárfestingin sem við eigum í þessu langa og erfiða ferli hér í sumar að þau skilaboð hafi komist mjög skýrt á framfæri til umheimsins  hersu stórt og erfitt þetta mál er fyrir Ísland. Vonandi verður það til þess að gagnað'ilarnir skilja og virða að það er á einhverjum nótum af þessu tagi sem við teljum okkur geta staðið að þessu máli,“ sagði Steingrímur.

 Steingrímur bendir á að við lokaatkvæðagreiðsluna hafi komið fram að  þingmenn ríkisstjórnarflokkanna studdu málið „og skiluðu sér allir með tölu í hús, þannig að allt tal um samstöðuleysi og erfiðleika að því leyti til lítur svolítið öðruvísi út núna þegar endanleg niðurstaða í málinu liggur fyrir,“ sagði Steingrímur í samtali við mbl.is. 

Steingrímur á von á að mjög fljótlega verði haft samband við Breta og Hllendinga. Þeir hafi fylgst með og vitað í hvaða efnislegu niðurstöðu stefndi á þinginu. ,,Það ætti ekki að þurfa langan tíma að fara yfir það,“ segir Steingrímur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert