Raforkukerfið verði í almannaeign

Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs skorar á Alþingi og ríkisstjórn að endurskoða raforkulög þar sem horfið verði frá núverandi hugmyndafræði. í ályktun fundarins er hvatt til þess að hætt verði við markaðsvæðingu orku- og dreifikerfanna og tryggt að þau verði í almannaeign um alla framtíð.

Þá leggst flokksráð VG eindregið gegn því að lausafjárvandi samfélagsins verði leystur með sölu eða langtímaframsali á auðlindum og orkufyrirtækjum. Í ályktun um sameiginlega eign auðlinda segir að í þeirri vá sem nú vofi yfir, þar sem Magma Energy og GGE séu nálægt því að eignast þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins og auðlindir á Reykjanesi, sé það brýnna en nokkru sinni fyrr að Vinstri græn stöðvi þessi áform. Flokksráðið beinir því til ráðherra sinna, þingmanna og sveitarstjórnarmanna að tryggja hagsmuni þjóðarinnar með því að halda HS orku í samfélagslegri eigu.

  • Ályktun flokksráðsfundar VG um endurskoðun raforkulaga
    Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs haldinn á Hvolsvelli 28.-29. Ágúst 2009 skorar á Alþingi og ríkisstjórn að endurskoða raforkulög þar sem horfið verði frá núverandi hugmyndafræði sem eingöngu hefur skilað óhagræðingu, slakari þjónustu og hærra verði til neytenda. Jafnframt verði hætt við markaðsvæðingu orku- og dreifikerfanna og tryggt að þau verði í almannaeign um alla framtíð
  • Ályktun flokksráðsfundar VG um sameiginlega eign auðlinda
    Flokksráðsfundur VG, haldinn á Hvolsvelli dagana 28.-29. ágúst 2009, leggst eindregið gegn því að lausafjárvandi samfélagsins verði leystur með sölu eða langtímaframsali á auðlindum og orkufyrirtækjum.
    Í þeirri vá sem nú vofir yfir þar sem Magma Energy og GGE eru nálægt því að eignast þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins og auðlindir á Reykjanesi er það brýnna en nokkru sinni fyrr að Vinstri græn stöðvi þessi áform. Flokksráðið beinir því til ráðherra sinna, þingmanna og sveitarstjórnarmanna að tryggja hagsmuni þjóðarinnar með því að halda HS orku í samfélagslegri eigu. Aðeins þannig er hægt að tryggja að Hitaveita Suðurnesja var stofnuð um, árið 1974. Ljóst er að ekki er seinna vænna að breyta lögum og reglugerðum þannig að almannahagsmunir séu varðir og að samfélagslegt eignarhald orkufyrirtækja og orkuauðlinda sé tryggt.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert