Tveir í langt fangelsi

Tveir af sakborningunum voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í dag.
Tveir af sakborningunum voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í dag. mbl.is/Ómar

Tveir karlmenn, sem voru ákærðir fyrir að hafa kveikt í húsi að Kleppsvegi 6. júní sl, voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir til fangelsisvistar, annar í 3 ár og sex mánuði og hinn í 2 ára fangelsi. Þriðji sakborningurinn  var sýknaður.

Jón Kristinn Ásgeirsson, 23 ára, var dæmdur í 3,5 ára fangelsi fyrir íkveikju og fyrir að aka á ungan mann á Laugavegi í janúar sl. Jón Kristinn var dæmdur til að greiða unga manninum 2 milljónir króna í bætur og einnig hátt á aðra milljón króna í málskostnað. Hann var að auki sviptur ökuréttindum ævilangt en hann var ölvaður þegar hann ók á manninn.

Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, 31 árs var dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir aðild að íkveikjunni á Kleppsvegi en þriðji maðurinn var sýknaður.

Sakborningarnir voru viðstaddir dómsuppsöguna í dag. Tveir þeirra huldu andit sín með trefli áður en þeir fóru inn í réttarsalinn en Pétur Guðgeirsson bað þá um að fjarlægja höfuðbúnaðinn áður en dómurinn var kveðinn upp. 

mbl.is

Bloggað um fréttina