Strandveiðarnar áfram

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Kristinn

Frjálsum handfæraveiðum, svokölluðum strandveiðum, lauk á mánudaginn. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er ánægður með hvernig til tókst í sumar og reiknar með því að strandveiðar verði endurteknar næsta sumar.

„Það er mitt mat að mjög vel hafi tekist til með strandveiðarnar í sumar og almenn ánægja ríki með þessa tilraun,“ segir Jón Bjarnason.

Jón segist hafa heimsótt fiskmarkaði og fiskvinnslur á landinu og þar hafi menn lagt mikla áherslu á það að strandveiðarnar hafi skipt miklu máli fyrir fiskvinnsluna í sumar. Þá hafi komið rækilega fram að strandveiðarnar hafi hleypt miklu lífi í hafnir á landsbyggðinni á tímabilinu.

Hann segir að Strandsvæðasetrinu á Ísafirði hafi verið falið, ásamt ráðuneytinu og Fiskistofu, að taka saman yfirlit yfir það hvernig framkvæmd strandveiðanna hafi tekist.

Framhaldið verði svo metið, þegar sú samantekt lægi fyrir. „Það hafa eflaust komið upp einhverjir hnökrar, annað væri óeðlilegt, enda um tilraunaverkefni að ræða,“ segir Jón Bjarnason.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »