Umhverfisspjöll við Sogalæk

Horft er í hálfhring fyrir sunnan Trölladyngju. Sogalækur rennur þar …
Horft er í hálfhring fyrir sunnan Trölladyngju. Sogalækur rennur þar framhjá en Keilir drottnar yfir Reykjanesskaganum skammt frá. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Fréttamaðurinn og skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson segir að nýverið hafi spjöll verið unnin við svonefndan Sogalæk á Suðvesturlandi, sem komi úr Sogunum við vesturhlíð Trölladyngju.

„Án nokkurrar umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun eða Umhverfisstofnun fengu virkjanafíklar að umturna einstaklega fallegri gönguleið upp með Sogalæknum,“ segir Ómar á bloggvef sínum.

Ómar bendir á að það hefði alls ekki átt að leyfa tilraunaborun á svæðinu. Þar sem það var gert hefði verið auðvelt að bora tilraunaholum með skáborun og þar með hefði ekki þurft að leggja að henni veg.

„Í þess stað var vaðið með jarðýturnar inn í græna, gróna hlíð við op Soganna og sargað inn í hlíðina 3000 fermetra svart borplan.

Í ofanálag var lagður vegur fyrir trukkana á bakka Sogalækjarins og gönguleiðinni tortímt,“ skrifar Ómar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert