Jóhanna biðst afsökunar

 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bað fyrrum vistmenn Kumbaravogs, Heyrnleysingjaskólans og vistheimilisins Bjargs afsökunar á óásættanlegri og oft illri meðferð að afloknum ríkisstjórnarfundi í morgun en niðurstaða skýrslunnar leiðir í ljós að börn þar hafi oft þolað illa meðferð og oft orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. En næst skoði nefndin, Silungapoll, Jaðar, Upptökuheimili og unglingaheimili ríkisins. Vonandi verði þessum svarta kafla í sögu þjóðarinnar þar með lokið.

Jóhanna sagði að ekki lægi enn fyrir samkomulag um miskabætur til Breiðavíkurdrengjanna. Þeir voru ósáttir við það sem þeim var boðið og sáttaviðræður hafa staðið yfir. Þessi þrjú mál munu ennfremur koma til kasta sérstakrar bótanefndar sem á að semja um miskabætur.

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert