Vilja minnisvarða um Helga

Helgi Hóseasson
Helgi Hóseasson mbl.is/Brynjar Gauti

Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði leggja til á fundi ráðsins í dag borgarráð samþykki að skipulags- og byggingarsviði verði í samráði við menningar- og ferðamálaráð falið að gera tillögu að staðsetningu minnisvarða um Helga Hóseasson á horni Langholtsvegar og Holtavegar.

Helgi Hóseasson, sem lést nýverið, stóð flesta daga árum saman með mótmælaspjöld sín á umræddu horni. 

Sett hefur verið upp síða á Facebook þar sem hvatt er til þess að minnisvarði um Helga verði settur upp á Langholtsvegi og hafa mörg þúsund manns skráð sig inn á síðuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina