Eftirlit með gjaldeyri verður hert

Már Guðmundsson.
Már Guðmundsson. mbl.is/Kristinn

„Ég tel gjaldeyrishöftin leka töluvert. Ég tel að við þurfum að gera átak í því að bæta framfylgdina. Við í Seðlabankanum erum að vinna mjög hratt að því sem að okkur snýr í þeim efnum. Ég vona að það verði hægt að tilkynna um þá hluti mjög fljótlega,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Hann segir að ef reglunum sé ekki framfylgt sé verið að mismuna fólki. Þeir sem fylgi reglunum tapi á því að aðrir komist hjá þeim. „Á þessu munum við taka og það kemur til framkvæmda fljótlega. Það er því hættuspil að brjóta reglurnar.“

Már telur ekki ábyrgt að seðlabankastjóri tjái sig við fjölmiðla með mínútu fyrirvara og án umhugsunar þó hann gæti það. Huga verði að faglegri upplýsingagjöf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert