Stal átta jakkafötum í stærð 54

mbl.is/Júlíus

Þjófurinn sem braust inn í verslun í austurborginni í nótt stal þaðan átta jakkafötum í stærð 54. Tilkynnt var um innbrotið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan 11 í morgun. Einnig var tilkynnt um þrjú önnur innbrot í dag, eitt í austurbænum og tvö í vesturbænum.

Í vesturborginni var stolið flatskjá og fartölvu úr íbúðarhúsnæði sem brotist var inn í. Tilkynnt var um innbrotið rétt fyrir klukkan hálf fimm í dag.

Í morgun var einnig tilkynnt um innbrot í íbúðarhúsnæði í vesturborginni. Ekki liggur fyrir hvort einhverju hafi verið stolið þaðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina