Hróp gerð að borgarstjóra

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri Brynjar Gauti

Hróp voru gerð að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra af áheyrendapöllum eftir að hún hafði flutt ræðu í upphafi fundar borgarstjórnar, þar sem fyrsta mál á dagskrá er sala á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku til Magma Energy. 

Sagði Hanna Birna, að málið snérist ekki um sölu á auðlindum heldur um að tryggja hag borgarbúa, með að losa um fé fyrir Orkuveituna.

Sagði hún Reykjavíkurborg eða Orkuveituna ekki eiga auðlindina sem rætt væri um heldur Reykjanesbær. Samningurinn við Magma Energy snerist einfaldlega um sölu á hlut OR í HS Orku, annað ekki. Ef að málið snerist um sölu á auðlindum þá væri afstaða meiriihlutans í borgarstjórn önnur.

mbl.is

Bloggað um fréttina