Kysst bless við sleppibílastæði

Krakkarnir í Hólabrekkuskóla eru alsæl með breytingarnar á skólalóðinni
Krakkarnir í Hólabrekkuskóla eru alsæl með breytingarnar á skólalóðinni mbl.is/Árni Sæberg

Foreldrar nemenda Hólabrekkuskóla aka nú um sérstakt hringtorg við skólann þegar þeir hleypa börnunum sínum út við skólann og kyssa þau bless.

Hringtorginu, eða sleppibílastæðinu eins og það er kallað, var bætt við á síðustu metrunum við undirbúning breytingar á skólalóðinni, að sögn Hólmfríðar G. Guðjónsdóttur skólastjóra.

„Hringtorgið, sem margir bílar geta farið um á stuttum tíma, var sett til þess að auka öryggið enn frekar. Við höfum verið það lánsöm að hafa verið með til margra ára mjög öflugan gangbrautarvörð sem stjórnar umferðinni vel. Gangbrautarvörðurinn er fastur punktur í tilverunni hjá okkur í hverfinu og börnin koma með foreldrum sínum og færa honum kökur á aðventunni,“ greinir Hólmfríður frá.

Hún kveðst ekki bara ánægð með hringtorgið, heldur allar breytingar á skólalóðinni. „Ég er alsæl með þetta allt saman. Maður finnur hvað góð skólalóð hefur mikið að segja varðandi félags- og samskiptaþroska barnanna. Þetta er alveg ótrúlegur munur. Þetta er svo fjölbreytilegt. Það verða miklu færri árekstrar milli barnanna af því að þau hafa svo mikið við að vera.“

Á skólalóðinni hefur verið komið fyrir margvíslegum leiktækjum og tækjum til íþróttaiðkunar. Fjölmargar runnategundir hafa verið gróðursettar og setbekkjum hefur verið komið fyrir. Á lóðinni er einnig sérstakt stærðfræðisvæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert