Ólafur lætur af starfi ritstjóra

Ólafur Þ. Stephensen.
Ólafur Þ. Stephensen.

Samkomulag hefur orðið um það milli eigenda Árvakurs hf. og Ólafs Þ. Stephensen, ritstjóra Morgunblaðsins, að hann láti af störfum hjá fyrirtækinu í dag.

Segir í tilkynningu frá Árvakri, að ástæðan sé mismunandi áherslur varðandi ritstjórn og rekstur Morgunblaðsins sem meðal annars hafi komið fram við stefnumótun og endurskipulagningu á starfsemi Árvakurs. Nýr ritstjóri verði ráðinn svo fljótt sem kostur er.

mbl.is