Óvíst um frekara samstarf

Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir, þingmenn Borgarahreyfingarinnar,
Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir, þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Ómar Óskarsson

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar hyggjast starfa samkvæmt stefnuskrá sem samþykkt var fyrir kosningar. Komið er í lög hreyfingarinnar að stefnunni skuli breytt. Þingmenn segja of snemmt að segja hvort samstarfi verður haldið áfram með Borgarahreyfingunni eða ekki.

„Tilgangur Borgarahreyfingarinnar var að ná fólki inn á þing til að ná fram ákveðnum málefnum og hætta svo þegar þeim hefði verið náð eða þegar við sæjum fram á að þau næðust ekki,“ segir Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, sem skrifar um ágreining Borgarahreyfingarinnar í Morgunblaðinu í dag. „Nú á að breyta eðli hreyfingarinnar og það er ekki ásættanlegt að okkar mati,“ segir Þór. Hann segir of snemmt að segja til um hvort samstarfi þingmannanna við Borgarahreyfinguna verður hætt. Aðspurður hvort til stæði að stofna nýja hreyfingu svaraði hann að ekkert lægi fyrir í þeim efnum. „Það hefur verið rætt en ekkert er enn ákveðið.“

Þinghópur Borgarahreyfingarinnar og bakland hans hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 14. Á fundinum munu þingmennirnir Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari auk félaga þeirra úr baklandinu fara yfir þá stöðu sem komin er upp og mun hópurinn leggja fram yfirlýsingu um framtíðaráform.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert