Peningar eru ekki allt

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að auðvitað verði að gæta hófs í launalækkunum starfsmanna Seðlabankans en hann hafi þó um annað að hugsa. Hann hafi sjálfur ákveðið að verða seðlabankastjóri og hverfa úr starfi hjá Alþjóðastofnun þar sem hann fékk fimm milljónir á mánuði. Peningar séu ekki allt.

Fyrrverandi bankastjóri Seðlabankans sagði að starfsmenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits gætu lent í fjárhagsvanda gengi þessi lækkun niður allan stigann sem yrði afar óheppilegt fyrir þessar stofnanir.

Þetta kom fram í umsögn um frumvarp sem nú er orðið að lögum og felur í sér launalækkun opinberra stjórnenda þar sem þeirri meginreglu yrði fylgt að enginn þeirra hefði hærri laun en forsætisráðherra.  Margt er þó enn á huldu um útfærsluna innan viðkomandi stofnana.

Már Guðmundsson segir að þetta sé almennt sjónarmið. Það sé talið óheppilegt að þeir lendi í vanda gagnvart þeim stofnunum sem þeir eigi að hafa eftirlit með. Hann viti þó ekki hvaða áhrif það hafi í þessu tilfelli né hvernig þetta verði útfært. Honum finnist annað brýnna.

mbl.is