Skilorðsbundið fangelsi fyrir að valda slysi

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins. mbl.is/Júlíus

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að valda umferðarslysi á Suðurlandsvegi í fyrra með ógætilegum akstri.

Maðurinn var á leið vestur Suðurlandsveg í Ölfusi í ágúst í fyrra þegar ökumaður bíls fyrir framan hægði á sér þar sem hann ætlaði að beygja út á afleggjara. Bíll mannsins lenti þá aftan á bílnum fyrir framan sem kastaðist í veg fyrir rútu, sem kom á móti.

Ökumaður bílsins, sem lenti á rútunni, hlaut m.a. alvarlega heilaáverka og hann höfuðkúpubrotnaði, rifbrotnaði, hálsbrotnaði og lamaðist.  Einnig slasaðist farþegi í rútunni.

Maðurinn játaði að hafa brotið umferðarlög með því að sýna ekki nægilegra aðgæslu og varúð og gæta þess ekki að hafa nægilegt bil á milli sín og  bílsins fyrir framan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert