Auka þarf vægi iðn- og tæknigreina

Um 160 iðnnemar fengu afhent sveinsbréf á Grand hótel í …
Um 160 iðnnemar fengu afhent sveinsbréf á Grand hótel í gær.

Formaður Félags iðn- og tæknigreina telur nauðsynlegt að auka vægi iðn- og tæknigreina í skólakerfinu. „Mikil þörf mun verða á slíkri þekkingu á næstu árum, t.d. við uppbyggingu sprotafyrirtækja,“ sagði Hilmar Harðarson í ræðu við sveinsbréfaafhendingu sveina- og meistarafélaga í bíl-, bygginga-, málm- og  véltæknigreinum. Um 160 nemar fengu afhent sveinsbréf í gær.

Útskriftin var á vegum Félags iðn- og tæknigreina, Fagfélagsins og meistarafélaganna. Flestir luku sveinsprófi í húsasmíði eða 84 talsins. Auk þess voru 15 pípulagningamenn, 10 múrarar, 23 málarar, 9 bifvélavirkjar, 7 bifreiðasmiðir, 4 bílamálarar og 7 vélvirkjar útskrifaðir.

Í setningarræðu sinni fjallaði Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina, um hversu þýðingarmikil iðn- og tæknimenntun sé fyrir samfélagið.

„Því er ánægjulegt er að sjá hversu margir eru að útskrifast í þessum mikilvægu starfsgreinum og er það nokkur fjölgun frá fyrra ári. Mikil þörf mun verða á slíkri þekkingu á næstu árum, t.d. við uppbyggingu sprotafyrirtækja,“ sagði Hilmar.

Finnbjörn Hermannsson, formaður Fagfélagsins, hvatti nýútskrifaða sveina í lokaávarpi til að nýta sér þá fjölmörgu endurmenntunarmöguleika sem væru í boði hjá Iðunni fræðslusetri. Hann sagði nauðsynlegt að viðhalda þekkingu og auka hæfni fagfólks á þessum sviðum.

Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina.
Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina.
mbl.is

Bloggað um fréttina