Samkomulag um Vaðlaheiðargöng

Flugstöðin á Akureyri. Vaðlaheiði í baksýn.
Flugstöðin á Akureyri. Vaðlaheiði í baksýn.

Full samstaða er meðal stjórnarflokkanna um hvaða opinberar framkvæmdir, fjármagnaðar af lífeyrissjóðunum, skuli farið í á næstunni. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lýst yfir vilja sínum til þess að hafist verði handa um framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun og Suðurlandsveg og hönnun nýs Landspítala. Önnur verkefni sem eru inni í myndinni eru til að mynda Vaðlaheiðargöng og stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri, segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður þingflokks þeirra.

„Ég lít svo á að full pólitísk samstaða sé um málið og aðeins útfærslan sé eftir,“ segir Álfheiður. Hún býst við að línur í málinu verði lagðar á fundi stjórnvalda og forystumanna lífeyrissjóðanna sem fyrirhugaður er í næstu viku. Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdirnar verði á bilinu 80 til 90 milljarðar króna. Nefnt hefur verið að kostnaður við Landspítalann verði um 50 milljarðar og við Búðarhálsvirkjun 30 milljarðar.

„Við höfum lagt áherslu á að framkvæmdirnar séu með breidd í mannafli og skapi störf á ýmsum sviðum, svo sem við hönnum, tæknimál, beinar framkvæmdir og svo framvegis, og séu auk heldur til þess fallnar að vinna á atvinnuleysi. Auk þess gera lífeyrissjóðirnir eðlilega kröfu um arð af þeim verkefnum sem þeir leggja fjármuni til,“ segir Álfheiður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert