Góður fundur um Bakkaálver

Gunnlaugur Stefánsson, Bergur Elías Ágústsson og Katrín Júlíusdóttir í iðnaðarráðuneytinu …
Gunnlaugur Stefánsson, Bergur Elías Ágústsson og Katrín Júlíusdóttir í iðnaðarráðuneytinu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Sveitarstjóri Norðurþings segir að fundur hans og iðnaðarráðherra í kvöld hafi verið afar jákvæður en fundurinn var haldinn vegna þess að viljayfirlýsing ríkisins, Alcoa og Norðurþings um að kanna möguleika á byggingu álvers á Bakka rennur út 1. október.

Bergur Elías Ágústsson, svetirstjóri, og Gunnlaugur Stefánsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, hittu Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, í kvöld. Bergur Elías sagði við Morgunblaðið eftir fundinn, að hann væri viss um að farsæl lausn myndi finnast á málinu. 

Meirihlutu sveitarstjórnar Norðurþings hefur ályktað, að vinna eigi að framlengingu viljayfirlýsingarinnar. Í því felist að rannsóknarboranir á Þeistareykjum verði kláraðar, orkumagn og afhendingartími staðfestur og ákvörðun um byggingu stóriðju tekin.

Bergur Elías sagði eftir fundinn með ráðherra í kvöld að unnið verði áfram að málinu á næstu dögum og að Katrín hefði verið mjög jákvæð.  „Við eigum náttúrulega sameiginleg markmið að nýta þessa orku þarna í þágu Norður- og Norðausturlands og það verður gert."

Kort sem sýnir hvar rætt er um að reisa álver …
Kort sem sýnir hvar rætt er um að reisa álver við Bakka.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert