Undirgöng á Kjalarnesi boðin út

Grundarhverfi á Kjalarnesi.
Grundarhverfi á Kjalarnesi. www.mats.is

Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa óskað eftir tilboðum í verkið „Hringvegur (1) á Kjalarnesi, undirgöng við Grundarhverfi“. Um er að ræða gerð stálbogaundirganga undir hringveginn við Grundarhverfi á Kjalarnesi ásamt gerð göngustíga við göngin að Klébergsskóla. Einnig gerð bráðabirgðavegar, ýmsa lagnavinnu, lýsingu og tilheyrandi landmótun. Tilboðum í verkið skal skila í síðasta lagi 6. október nk. Verkinu á að vera að fullu lokið 1. maí 2010.

Íbúar í Grundarhverfi á Kjalarnesi hafa lengi barist fyrir því að undirgöng yrðu gerð undir Vesturlandsveginn. Stóðu þeir fyrir aðgerðum í sumar til að leggja áherslu á kröfur sínar. Í framhaldinu var ákveðið að taka verkið á dagskrá auk þess sem Vegagerðin útbjó bráðabirgðaundirgöng í gömlu ræsi sem liggur undir veginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert