Umboð til að skuldbinda félag dæmt ógilt

Grundarfjörður.
Grundarfjörður.
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að ákvörðun stjórnar Soffaníasar Cecilssonar hf. á Grundarfirði, um að veita framkvæmdastjóra félagsins umboð til að skuldbinda félagið, væri ógilt.

Málið snýst um, að í mars árið 2007 ákvað framkvæmdastjóri fyrirtækisins, með samþykki meirihluta stjórnar félagsins, að taka þriggja milljarða króna lán hjá Landsbanka Íslands, og fjárfesta m.a. í hlutabréfum í Landsbankanum og í peningamarkaðssjóði Landsbankans. Lántakan var í japönskum jenum og svissneskum frönkum. Eign fyrirtækisins í Landsbankanum varð síðan verðlaus við hrun bankans í fyrra en skuldirnar hafa hins vegar vaxið gríðarlega.

Magnús Soffaníasson, sem var í minnihluta innan félagsins, höfðaði mál og krafðist þess að  ógilt yrði sú ákvörðun stjórnarinnar, að veita framkvæmdastjóra stefnda umboð til að skuldbinda félagið. Jafnframt krafðist Magnús þess að umboðið verði ógilt með dómi.

Héraðsdómur Vesturlands og síðan Hæstiréttur hafa nú fallist á þessa kröfu. Í dómi Hæstaréttar segir m.a. að stjórn hlutafélags geti falið framkvæmdastjóra að annast daglegan rekstur og veitt honum umboð til að rita firma félagsins. Sú heimild nái þó ekki til ráðstafana sem séu „óvenjulegar eða mikils háttar“. Hvað í því felist taki mið af tilgangi félags, umfangi og efnahagsstöðu og verði það mat ekki falið framkvæmdastjóra. Geti stjórn hlutafélags samkvæmt ófrávíkjanlegum ákvæðum laganna ekki framselt vald sitt til að taka ákvarðanir um hvers kyns ótilgreindar ráðstafanir án tillits til þess hvort þær séu óvenjulegar eða mikils háttar og breyti þar engu þótt hluthafafundur samþykki slíkt framsal. Af þessum sökum samræmist umboðið ekki ákvæðum laga um hlutafélög.

Fjölskyldufyrirtæki

Soffanías Cecilsson byggði fyrirtækið, sem kennt var við hann, upp frá unga aldri og rak í áratugi. Árið 1993 stofnaði hann og fjölskylda hans hlutfélagið Soffanías Cecilsson hf. og fyrirtækið hefur fram á þennan dag verið eitt af undirstöðufyrirtækjum atvinnulífsins í Grundarfirði. Soffanías lést árið 1999 og fljótlega eftir það tók tengdasonur hans, Sigurður Sigurbergsson, við sem framkvæmdastjóri félagsins.

Soffanías hafði gengið frá skiptingu fyrirtækisins milli barna sinna og eiginkonu upp úr miðjum síðasta áratug liðinnar aldar og komu rétt rúm 30% í hlut hvers þriggja barna hans. Rúnar Sigtryggur Magnússon, annar tengdasonur Soffaníasar, er stjórnarformaður Soffaníasar Cecilssonar hf. og þriðji stóri hluthafinn er Magnús Soffaníasson. Magnús var stjórnarformaður félagsins frá árinu 2000 til 2005 að Rúnar Sigtryggur tók við stjórnarformennskunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Guðni í beinni frá konungshöllinni

13:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Karl Gústaf Svíakonungur, munu ávarpa gesti í sænsku konungshöllinni í dag að því er segir á Facebook-síðu konungshallarinnar. Meira »

Réttmæt gagnrýni Landspítalans

12:41 „Ég held að menn læri af þessu og reyni að bæta sig en við þurfum alltaf að vera viðbúin því að hlutirnir gangi aldrei alveg 100% eins og við vildum hafa þá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Beið í fimm ár eftir ákæru

12:20 Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta hjá Glitni, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum. Hann segist telja að viðskipti bankans með eigin bréf hafi verið í hagnaðarskyni. Það hafi verið honum persónulega þungbært hversu lengi málið hefur dregist. Meira »

16 ára reyndi að villa um fyrir lögreglu

11:53 Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í fyrrinótt reyndist ekki vera nema sextán ára gamall og því ökuréttindalaus. Stráksi reyndi fyrst að villa um fyrir lögreglu með því að veita rangar upplýsingar um sig, en bílinn sem hann ók hafði hann jafnframt tekið ófrjálsri hendi. Meira »

„Ég var aldrei að fela neitt“

11:41 Jónas Guðmundsson, sem ákærður er fyrir markaðsmisnotkun segir að hann hafi verið starfsmaður á plani hjá Glitni og sem slíkur ekki haft verulega fjárhagslega hagsmuni af þeirri meintu markaðsmisnotkun sem ákært er fyrir. Meira »

Endaði bílferðina inni í garði

11:36 Bíll valt í Keflavík í gærkvöld þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku og lenti á steinsteypustöpli girðingar með þeim afleiðingum að bíllinn valt á hliðina. Áður hafði önnur bifreið hafnað inni í garði í Njarðvík og þurfti dráttarbíl til að fjarlægja bílinn úr garðinum. Meira »

Sigríður fer fram á Seltjarnarnesi

10:44 Sigríður Sigmarsdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, gefur kost á sér í 3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri þann 20. janúar næstkomandi. Meira »

Boðið að búa með öldruðum

10:52 Háskólanemum stendur nú til boða að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem snýst um að leigja íbúð í þjónustukjarna fyrir aldraða sem staðsettur er miðsvæðis í Reykjavík en birt hefur verið auglýsing þess efnis. Meira »

Íbúar sjóði vatnið í Norðfirði

10:44 Fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum neysluvatnsreglugerðar í neysluvatni Norðfirðinga.  Meira »

UMFÍ kannar umfang ofbeldis

10:09 Rúmlega 300 stjórnendur sambandsaðila og aðildarfélaga Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) fengu í gær sendan ítarlegan lista með spurningum um ýmis mál sem varða möguleg kynferðisbrot, ofbeldisverk og kynbundna áreitni innan félaganna og úrlausn slíkra mála. Meira »

Heilsuspillandi lakkrís er víða

09:45 „Það er áhyggjuefni að lakkrís er kominn alls staðar. Þú ferð varla út að borða án þess að fá lakkrís í sósuna út á lambakjötið, lakkrís í eftirréttinn eða lakkrís í bjórnum sem er drukkinn með matnum,“ segir prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Meira »

Ekkert að hugsa um að hætta

09:14 Ég er ekkert að hugsa um að hætta, sagði Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, i morgunþætti K-100 í dag og kveðst ekki hafa hug á að setjast í helgan stein á næstunni. „Ég er sjötugur eins og fram hefur komið. Mogginn, hann er 105 ára og ekki hætti hann þegar hann varð sjötugur.“ Meira »

Mál Glitnismanna til aðalmeðferðar

08:59 Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákært er fyrir meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik fyrir hrun bankans í október árið 2008. Meira »

Ástand vega á Austurlandi ógnar öryggi

08:18 „Þetta er bara fyrir neðan allar hellur. Það fyllast öll dekk hjá okkur og hefur áhrif á alla akstureiginleika bílanna,“ segir Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Aldrei fleiri útlendingar í vinnu

07:57 Alls voru 24.340 útlendingar á vinnumarkaði hér á landi í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Fjölgaði þeim umtalsvert frá árinu 2016 en þá voru þeir 20.605. Pólverjar eru sem fyrr fjölmennastir útlendinga á vinnumarkaði hér, alls 10.766 í fyrra. Meira »

Tímamót í endurnýtingu úrgangs

08:35 Fyrirtæki sem sem nota endurnýttan úrgang til framleiðslu geta nú flokkað afurðirnar sem vöru í stað úrgangs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun. Þar segir að stofnunin hafi í desember sl. gefið út fyrsta ráðgefandi álit sitt um endurnýtingu úrgangs. Meira »

Ekki bara Afríka

07:59 Þrátt fyrir að flest verkefni mannúðarsamtakanna Læknar án landamæra séu í Afríku þá sinna samtökin verkefnum í Evrópu. Meðal annars í Svíþjóð, Grikklandi og víðar. Þar eru það verkefni tengd flóttafólki og andlegri líðan þess sem eru efst á baugi. Meira »

Auka þarf löggæsluna í Leifsstöð

07:37 Löggæslumönnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur ekki fjölgað samhliða fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll þó að þörf sé talin á því. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...