Hverir í Kleifarvatni geta reynst varasamir

Gísli Á. Guðmundsson kafaði í Kleifarvatni ásamt félögum sínum og …
Gísli Á. Guðmundsson kafaði í Kleifarvatni ásamt félögum sínum og tók þessa mynd með breiðlinsu á 5-6 metra dýpi. Rétt fyrir framan hann synti torfa af hornsílum, mbl.is

Eftir jarðskjálftana á Suðurlandi árið 2000 mynduðust sprungur í Kleifarvatni og hverir á nokkrum stöðum sem laðað hafa til sín fiska og síli í vatninu, einkum í suðurhluta þess. Skepnurnar komast þó ekki allar heilar úr þeirri ferð því yfir hverunum er gífurlegur hiti, allt að 100 gráða heitt vatn sem upp kemur.

Gísli Á. Guðmundsson, sem kafaði nýverið í vatninu ásamt félögum sínum  segist hafa séð nokkra dauða urriða við hverinn. Eftir skjálftana hefur verið nokkur virkni í vatninu en vatnsborðið engu að síður hækkað, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskum orkurannsóknum og Vatnamælingum Veðurstofunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »