Bygging Landspítalans skapar 800 störf

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin ætli að koma ýmsum …
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin ætli að koma ýmsum stórverkefnum af stað sem fyrst. Árni Sæberg

Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun að greiða götu þess að nýr Landspítali rísi. Þetta kom fram í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. 

Jóhann sagði að bygging Landspítalans sé mjög mannaflsfrek og skapi að minnst kosti 800 störf. „Búðarhálsvirkjun er sömuleiðis komin á dagskrá. Aukning á framleiðslugetu álversins í Straumsvík, gagnaver, fyrstu áfangar álvers í Helguvík,  Suðurlandsvegur og fleiri stórar samgönguframkvæmdir, virkjun jarðhita norðan og sunnan eru allt saman verkefni sem ríkisstjórnin ætlar að koma í gang sem allra fyrst í samræmi við stöguleikasáttmálann,“ sagði Jóhanna.

Hún sagði að einskis yrði látið ófreistað í því efni að ryðja hindrunum úr vegi „og við treystum því að eiga gott samstarf við lífeyrissjóðina um fjármögnun þessara verkefna. Aðkoma erlendra fjárfesta verður einnig að eiga sér stað eigi þessi verkefni að verða að veruleika. Að öllu þessu er unnið hörðum höndum.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert