Smölun í tengslum við SUS kosningar

Ísafjörður
Ísafjörður Ómar Óskarsson

Fertugasta sambandsþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) lýkur á Ísafirði í dag með kosningu formanns en þingið hófst á föstudag.  Hefur verið rætt um smölun í tengslum við kosningarnar en Fokker vél lenti í hádeginu á Ísafjarðarflugvelli með um fimmtíu manns sem mættu á þingið, einungis til að kjósa.

Í framboði til formanns SUS, eru Ólafur Örn Nielsen og Fanney Birna Jónsdóttir, en þau eru sögð koma úr sitthvorum armi flokksins.

Fráfarandi formaður er Þórlindur Kjartansson sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður og Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður eru meðal gesta á þinginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina