Eyja kemur úr felum í Jökulsárlóni

Reginöflin eru í ham við Breiðamerkurjökul sem hefur hopað um 200 metra frá í vor. Jökulsárlón er nú 22 ferkílómetrar og stækkaði um 0,7 ferkílómetra þegar stór fylla brotnaði af jökulsporðinum í vor er hann missti viðspyrnu á grynningum, að sögn Helga Björnssonar jöklafræðings.

Þar sem jökull var áður sést nú eyja í lóninu. Hún hefur enn ekki hlotið nafn en hún mun efalítið auka aðdráttarafl lónsins meðal ferðamanna sem aldrei hafa verið fleiri en í sumar. Lónið mælist nú 260 metrar á dýpt við jökulsporð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »