Lífeyrissjóðir lögðu til fjármagn í framkvæmdir

Urriðaholt
Urriðaholt Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Ístak hefur að nýju hafið framkvæmdir við að reisa nýbyggingu Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti í Garðabæ. Framkvæmdir stöðvuðust um tíma eftir bankahrunið, þar sem fyrir lá lánsloforð frá þeim.

Að sögn Jóns Pálma Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Urriðaholts ehf., félagsins sem byggir húsið í einkaframkvæmd fyrir ríkið, var gengið til samninga við lífeyrissjóðina með langtímafjármögnun. Hann segir áætlaðan byggingarkostnað vera um einn milljarð króna, og þar af séu lífeyrissjóðirnir með 60% hlut, eða um 600 milljónir króna.

Hús Náttúrufræðistofnunar er eina atvinnuhúsnæðið sem stendur í Urriðaholti, en hverfið er sem kunnugt er að mestu skipulagt fyrir íbúðir, eða um 350 lóðir. Fyrir hrunið var búið að selja um 200 lóðir og nýverið voru fyrstu íbúðirnar settar á sölu sem reistar hafa verið, fullfrágengnar að utan.

Áform voru uppi um nýtt hjúkrunarheimili Grundar í Urriðaholtinu, en að sögn Jóns Pálma eru þau mál í biðstöðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »