Persónukjör forgangsmál á þingi

Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi.
Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi. mbl.is/Ómar

„Ég legg áherslu á að þetta verði forgangsmál í þinginu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um frumvarp um persónukjör til sveitarstjórna, sem nú er til meðferðar hjá allsherjarnefnd Alþingis.

Jóhanna segir að mikil vinna hafi verið lögð í frumvarpið síðsumars og væntir þess að niðurstaða fáist í málið tiltölulega fljótt, helst á fyrstu vikum þingsins.

„Ég held að þetta mál sé brýnt, ég held að þetta sé mikilvægt,“ segir forsætisráðherra um frumvarpið. Jóhanna bætir samt við að skiptar skoðanir séu um málið. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »