Reykskemmdir á Selfossi

Slökkviliðið að störfum á Selfossi í dagm
Slökkviliðið að störfum á Selfossi í dagm mb.is/Guðmundur Karl

Slökkvilið Árnesinga var kallað út ásamt lögreglu á þriðja tímanum vegna reyks í fjölbýlishúsi við Háengi 4 á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði pottur gleymst á eldavél í íbúð á efstu hæð hússins. Enginn var í íbúðinni og varð engum meint af. Talsverðar reykskemmdir urðu á íbúðinni og einhverjar sótskemmdir í eldhúsi íbúðarinnar.

mbl.is