Fundað með stjórnarandstöðu

Tíðir fundir verða í Stjórnarráðinu í fyrramálið.
Tíðir fundir verða í Stjórnarráðinu í fyrramálið. mbl.is/Golli

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra munu eiga fund í Stjórnarráðinu í fyrramálið með stjórnarandstöðunni, áður en ríkisstjórnin kemur saman. Óskaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrr í dag eftir fundi með ráðherrunum um stöðu Icesave-málsins. Vill Bjarni að upplýst verði hvaða áform ríkisstjórnin hefur uppi varðandi lyktir Icesave-deilunnar gagnvart stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi.

Að þessum fundum loknum á morgun mun Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra halda utan til Istanbúl í Tyrklandi til að sitja ársfund Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS. Mun Steingrímur þar eiga fundi með fjármálaráðherrum Bretlands og Hollands, auk fleiri þjóða. Verður úrslitatilraun gerð til að ná samkomulagi við þessar þjóðir en í Kastljósviðtali í kvöld sagði Steingrímur það „lífsnauðsynlegt“ að ljúka málinu.

Sagði Steingrímur ennfremur í Kastljósi að Alþingi yrði upplýst um framvindu mála. Ekki yrði skrifað undir neitt samkomulag nema að bera það undir Alþingi. „Kalli niðurstaðan á það að málið fari aftur fyrir Alþingi þá gerir það það," sagði Steingrímur í Kastljósi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert