Segir tekjur Rúv lækka - ekki hækka

Útvarpshúsið Efstaleiti.
Útvarpshúsið Efstaleiti.

Bjarni Guðmundsson, framkvæmdatjóri Ríkisútvarpsins, segir að tekjur stofnunarinnar muni lækka á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en ekki hækka.

Bjarni segir að í  framkomnum fjárlagatillögum ríkisins fyrir árið 2010 séu greiðslur ríkisins til RÚV skornar niður um 10% eða sem nemur 357 milljónum króna miðað við árið 2009. Ríkissjóður áætli að innheimta útvarpsgjald að upphæð 3575 milljónir árið 2010 en RÚV fái til sín 3218 milljónir. Mismunurinn sé 357 milljónir.

Framsetning fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2010 hefur valdið þeim misskilningi að tekjur RÚV fyrir almannaþjónustu séu að hækka um 273 m.kr., úr 2.945 í 3.218 m.kr. Þetta stafar af því að á einum stað í fjárlögum fyrir árið 2009 slæddist inn gömul tala, að grunni til frá árinu 2006, um að tekjur RÚV af almannaþjónustu ættu að vera 2.945 m.kr. Annars staðar í sömu fjárlögum og í undirgögnum kemur skýrt fram að tekjur RÚV fyrir almannaþjónustu árið 2009 eru 3.575 m.kr., enda hafa greiðslur til RÚV á þessu ári verið í samræmi við það," segir í tilkynningu frá Bjarna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert