Stjórnin ekki í hættu vegna Icesave

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson. mbl.is/Ómar

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, segir við fréttaveitu Dow Jones í dag, að gert sé of mikið úr vangaveltum um að líf íslensku ríkisstjórnarinnar sé í hættu vegna Icesave.

„Ég held að þetta sé orðum aukið," hefur Dow Jones eftir Árna Þór. „Við munum ekki láta stjórnarsamstarfið brotna á þessu máli." 

Árni Þór segir í viðtalinu að vissulega hafi verið deilur innan ríkisstjórnarinnar um málið og einnig innan Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Ögmundur Jónasson sagði af sér embætti heilbrigðisráðherra á miðvikudag. Fram kom í Morgunblaðinu í dag, að hann hafi sagt af sér vegna þess að hann taldi að farið hefði verið fram hjá vilja Alþingis með framhaldsviðræðum embættismanna um nýjan samning við Breta og Hollendinga.

Dow Jones hefur eftir Árna Þór að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, njóti fulls stuðnings þingflokks VG í viðræðum við Breta og Hollendinga um málið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert