Katrín: Lærum af kreppunni

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er eðlilegt að við rökræðum og tökumst á, en tímarnir krefjast þess að við horfum á það sem sameinar fremur en það sem sundrar. Skotgrafahernaður er ófrjór og mannskemmandi, því þjóðin er undir, heill hennar og framtíð, og hún á að vera í forgangi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld.  

Íslendingar hafi áður borist á banaspjót í innbyrðis deilum og hjaðningakvígum. „Það skilaði ekki góðu á Sturlungaöld og það mun ekki skila góðu nú,“ segir Katrín.

Hún segir að á Íslandi búi menntuð og skapandi þjóð sem eigi mörg tækifæri og auðlindir. 

„Ferðin framundan, hún er auðvitað krefjandi. Fjallið er bratt. En veganestið er gott. Og ef við berum gæfu til að horfa á það sem sameinar fremur en það sem sundrar er hægt að nota erfiðleikana nú til að búa í haginn fyrir framtíðina og tryggja að hörmungaratburðir síðasta árs endurtaki sig ekki í náinni framtíð,“ segir Katrín.

„Sóum ekki þessari kreppu heldur lærum af henni,“ sagði hún að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert