Stefnuræða flutt í kvöld

Jóhanna Sigurðardóttir flytur stefnuræðu fyrr á þessu ári.
Jóhanna Sigurðardóttir flytur stefnuræðu fyrr á þessu ári. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mun flytja stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld og verða umræður um ræðuna í kjölfarið. Verður umræðunni útvarpað og sjónvarpað í Ríkisútvarpinu og hefst klukkan 19:50.

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir.  Ræðumenn Samfylkingarinnar verða í fyrstu umferð Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra í annarri og Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Norðvesturkjördæmis, í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokk verða Bjarni Benediktsson,  þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrstu umferð, Þorgerður K. Gunnarsdóttir,  þingmaður Suðvesturkjördæmis, í annarri umferð og Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Suðurkjördæmis, í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfinguna - grænt framboð verða Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í fyrstu umferð, í annarri Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, og í þriðju umferð Björn Valur Gíslason, þingmaður Norðausturkjördæmis.

Fyrir Framsóknarflokk tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, í annarri Siv Friðleifsdóttir,  þingmaður Suðvesturkjördæmis, og í þriðju umferð Sigurður Ingi Jóhannsson,   þingmaður Suðurkjördæmis.

Fyrir Hreyfinguna tala í fyrstu umferð Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri Margrét Tryggvadóttir,  þingmaður Suðurkjördæmis, og í þriðju umferð Þór Saari,  þingmaður Suðvesturkjördæmis.

Þráinn Bertelsson þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, er síðasti ræðumaður í fyrstu umferð.

mbl.is