AGS herðir tökin á Íslendingum

Frá Alþingi. Lilja Mósesdóttir er fyrir miðju á myndinni.
Frá Alþingi. Lilja Mósesdóttir er fyrir miðju á myndinni.

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, sagðist þegar í nóvember hafa varað við samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Sjóðurinn hefði síðan verið að herða tökin á Íslendingum og veikt undirstöður efnahagslífsins þetta tæpa ár sem fylgt hafi verið efnahagsáætlun hans.

Lilja sagði, að einkenni þessarar áætlunar væru  hátt vaxtastig, mikil skuldsetning vegna gjaldeyrisvarasjóðsins og allt of mikill niðurstöður á stuttum tíma.

Hún sagði að vandamálið væri ekki vaxandi ríkisútgjöld heldur mikið tekjutap.ríkisins. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir miklu aðhaldi í ríkisfjármálum á næsta ári og sagðist Lilja óttast að niðurskurðurinn veikti velferðarkerfið um of.

Sagðist Lilja vilja að samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði endurskoðað, sérstaklega ef sjóðurinn væri ekki tilbúinn til að laga efnahagsáætlun sína að þeim aðstæðum sem skapast hafi eftir að hagstjórnartækjum hans var beitt hérna.

mbl.is