Snælduvitlaust á Kjalarnesi

Sannkallað óveður er nú á Kjalarnesi.
Sannkallað óveður er nú á Kjalarnesi. mbl.is/Júlíus

Snælduvitlaust veður er nú á Kjalarnesi og þangað ætti enginn að leggja leið sína á meðan svo er, að mati Hólmars Stefánssonar sem er í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi. Hann kvaðst ekki muna eftir öðru eins annríki við björgunarstörf vegna óveðurs og í morgun.

 „Ég man ekki eftir svona verkefnaflóru hjá okkur,“ sagði Hólmar. Hann sagði að sjórinn ýrði langt upp á Vesturlandsveg.  Meðal annars losnaði hluti af þaki á útihúsi á Móum. Búið er að koma í veg fyrir frekara fok. Útköllin hafa verið vegna foks á þakplötum, lausamunum og tveimur litlum garðskúrum. Þá hefur fokið grjót á bíla og rúður í þeim brotnað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert