Veðurstöðvar láta undan ofsanum

Veðurstöðin við Hafnarfjall er nú biluð. Fólki er bent á …
Veðurstöðin við Hafnarfjall er nú biluð. Fólki er bent á að skoða veðurstöðina við Hafnarmela. mbl.is

Sjálfvirk veðurstöð Vegagerðarinnar við Hafnarfjall er biluð og fólki er bent á að skoða veðurstöð Veðurstofunnar við Hafnamela. Einnig er veðurstöð við Hvamm undir Eyjafjöllum bilaður.

Líklegt er talið að veðurofsinn valdi því að veðurstöðvarnar biluðu. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði helstu ástæðu bilananna vera talda að eitthvað hafi fokið á veðurmælana og skemmt þá. Allar sjálfvirkar veðurstöðvar Vegagerðarinnar eru yfirfarnar tvisvar á ári.

Vegagerðin varar við stormi og slæmu ferðaveðri, sunnan og vestan til á landinu í dag. Vegfarendur eru beðnir um að kynna sér veðurspá og skilyrði til aksturs.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á Vatnaleið og snjóþekja á Fróðárheiði.
Á Vestfjörðum er hálka á fjallvegum þó er þæfingur á Dynjandisheiði og snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og á Arnkötludal, ófært er á Hrafnseyrarheiði.

Á Norðurlandi eru hálkublettir á Öxnadalsheiði og á Þverárfjalli, hálka er á Vatnsskarði og á Lágheiði. Á Norðausturlandi er hálka og hálkublettir. Ófært er á Öxarfjarðarheiði og á Hólsandi.

Á Austurlandi er ófært á Hellisheiði eystri og á Öxi. Hálka er í Fagradal, Fjarðarheiði, og á Breiðdalsheiði en hálkublettir eru á Oddsskarði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert